Á borgarstjórnarfundi í kvöld var samþykkt meö öllum greiddum atvkæðum tillaga um að fela borgarstjóra að láta fara fram óháða úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur.
Tillaga borgarstjóra var svohljóðandi: „Borgarstjóra er falið að láta fara fram óháða úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur með það fyrir augum að draga fram með skýrum hætti orsakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem fyrirtækið hefur ratað í. Úttektin skal taka yfir tímabilið frá stofnun fyrirtækisins til dagsins í dag. Mikilvægt er að úttekt þessi fari fram í samstarfi eigenda Orkuveitu Reykjavíkur. Skal borgarstjóri leitast við að koma á slíku samstarfi. Skal þessi vinna hefjast tafarlaust.“