Veigamikil mál láta bíða eftir sér

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Dagurinn í dag er sá síðasti sem hægt er að leggja fram ný mál á Alþingi fyrir sumarhlé, en síðasti þingfundur þessa þings verður, samkvæmt starfsáætlun, þann 9. júní.

Mikill fjöldi mála bíður enn afgreiðslu, en þeim til viðbótar var á annan tug nýrra mála dreift í gær, þar á meðal 8 stjórnarfrumvörpum. Búast má við því að enn bætist við í dag, en ekkert bendir til þess að hið margumtalaða frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði þar á meðal.

Í fréttaskýringu um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir, að það þýði hins vegar ekki að frumvarpið komi ekki fram á þessu þingi, því hugsanlegt er að það verði afgreitt með afbrigðum, það er að segja með samþykki Alþingis.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert