Auðveldara verði að flytja gæludýr til landsins

Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram, þingmenn Samfylkingar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að slakað verði á reglum um innflutning á gæludýrum til landsins.

Í frumvarpinu er lagt til að ekki þurfi að einangra gæludýr sem flutt eru inn til landsins, svo framarlega sem með þeim fylgi nauðsynleg heilbrigðis- og upprunavottorð sem staðfesta nauðsynlega bólusetningu og að blóðsýnataka hafi leitt í ljóst að dýrið hafi myndað mótefni gegn sjúkdómnum sem bólusett var gegn.

Með frumvarpinu er einstaklingum því gert kleift að ferðast með dýr sín til útlanda og aftur heim án þess að nauðsynlegt sé að þau séu einangruð í sóttvarnastöð við heimkomu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert