Bannað að auglýsa léttbjór

Reuters

Bannað verður samkvæmt nýju frumvarpi að auglýsa vökva, sem er undir 2,25% af hreinum vínanda ef hann er settur á markað í umbúðum sem eru svo líkar umbúðum áfengra drykkja að hætta sé á ruglingi milli áfengu vörunnar og hinnar óáfengu. 

Enn fremur verður bannað, samkvæmt frumvarpinu, að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum og öðrum viðskiptaorðsendingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.

Innanríkisrráðherra leggur frumvarpið fram á Alþingi. Í greinargerð segir, að auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar hér á landi og  þannig hafi lengi verið. En í frumvarpinu sé lögð sérstök áhersla á að koma í veg fyrir að farið sé í kringum bannið með því að auglýsa óáfenga vöru með ríkri tilvísun til hinnar áfengu vöru.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert