Lágmarkslaun verði 200 þúsund árið 2014

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins stefni að því að lágmarkslaun verði orðin 200 þúsund í lok samningstímans sem er árið 2014.

Vilhjálmur er allt annað en ánægður með gang kjaraviðræðna sem hann kalla leikrit. Hann segir alveg með ólíkindum að menn ætli sér að semja um 200 þúsund króna lágmarkslaun árið 2014 í ljósi þess að nýtt neysluviðmið velferðarráðherra geri ráð fyrir að einstaklingur þurfi að lágmarki um 214 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur eða sem nemur heildarlaunum í kringum 290 þúsund krónur á mánuði til að geta framfleytt sér. „Það er ekki mikil reisn eða kraftur yfir slíkri kröfu að ætla sér að láta lágmarkslaun vera orðin 200 þúsund í lok samningstímans,“ segir Vilhjálmur.

Vefur Verkalýðsfélags Akraness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert