Leigutími fari úr 65 árum í 30 ár

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórninni frumvarp sem felur í sér að hámarkslengd leyfilegs leigutíma á nýtingarrétti auðlinda í opinberri eigu verði styttur úr 65 árum niður í 30 ár fyrir jarðhitaréttindi og 40 ár fyrir vatnsréttindi.

Katrín sagði á ársfundi Orkustofnunnar að í ljósi þess að engin sátt virðist vera í samfélaginu um að hámarkslengd leyfilegs leigutíma á nýtingarrétti auðlinda í opinberri eigu sé 65 ár. Hún segist því hafa lagt fram frumvarp í ríkisstjórninni sem  „gerir ráð fyrir að hámarks nýtingaréttur að vatnsréttindum verði allt að 40 ár og að jarðhitaréttindum allt að 30 ár.“

 Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að afnotahafi auðlindar hafi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, forgangsrétt til að endursemja einu sinni um áframhaldandi afnot auðlindarinnar til allt að 20 ára frá því hinn upphaflegi samningur rennur út, enda standi ekki til að gera breytingar á nýtingu auðlindarinnar. „Hafa ber í huga að með þessu ákvæði er ekki átt við óbreytta framlengingu á hinum upphaflega samning heldur er gert ráð fyrir því að eiganda auðlindarinnar sé heimilt að semja að nýju um nýtingu hennar og endurgjald fyrir þá nýtingu,“ sagði Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert