Lóan komin á Álftanes

Lóur á Álftanesi í dag.
Lóur á Álftanesi í dag. mbl.is/Ómar

Lóuhópur var við Skógtjörn á Álftanesi í dag en fyrsta heiðlóan þetta vorið sást á Höfn í Hornafirði 29. mars.

Yfirleitt fer lóan að koma hingað til lands í marslok, en stærstu hóparnir birtast þó ekki fyrr en liðið er á aprílmánuð. Í dag töldu fuglaáhugamenn 15 lóur í hóp á Álftanesi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert