Meirihluti ætlar að segja já

mbl.is/Ómar

55,3% þeirra, sem tóku afstöðu í nýrri könnun Capacent fyrir Áfram-samtökin, segjast telja líklegast að þau segi já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin 9. apríl.

Spurt var: Hvernig telur þú líklegast að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð vegna Icesave sem fer fram 9. apríl næstkomandi?

Samkvæmt könnuninni segjast 55,3% líklegast munu svara játandi en 44,7% að  þau muni greiða atkvæði gegn lögunum. 

Könnunin var netkönnun sem fram fór dagana 23.-30. mars, í úrtaki voru 1299 einstaklingar og svarhlutfall var 63,1%.  18,4% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn eða ætluðu að skila auðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert