Norðurþing sigraði

Lið Norðurþings.
Lið Norðurþings. mbl.is/Skapti

Norðurþing stóð uppi sem sig­ur­veg­ari Útsvars, spurn­inga­keppni sveit­ar­fé­lag­anna, en liðið lagði ná­granna sína í Ak­ur­eyri í lokaþætt­in­um. Leik­ar fóru 75-73. Loka­hnykk­ur­inn var geys­ispenn­andi og réðust úr­slit­in á loka­spurn­ing­unni.

Lið Ak­ur­eyr­ar var með góða for­ystu lengst af, en Norðurþing stóð uppi sem meist­ari eft­ir frá­bær­an lokakafla.

Keppn­in fór fram í Hofi á Ak­ur­eyri að viðstöddu fjöl­menni og var þátt­ur­inn sýnd­ur í beinni út­send­ingu í Rík­is­sjón­varp­inu.

Lið Akureyrar.
Lið Ak­ur­eyr­ar. mbl.is/​Skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert