Formaður SA: Pattstaða í augnablikinu

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA).
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). mbl.is/Sverrir

„Við komum þarna með ákveðnar málamiðlanir sem við teljum að geti leyst þennan vanda, sjávarútvegsráðherra tók við þeim og við ræddum þetta fram og til baka. En við erum í rauninni núna bara að bíða eftir því hvort þetta hafi einhver áhrif,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), að loknum fundi í dag með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í dag þar sem rætt var um starfsumhverfi sjávarútvegarins til framtíðar í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga.

Vilmundur segir Jón Bjarnason ekki hafa gefið neinar væntingar um neitt sem hægt væri að segja frá en að ráðherrann myndi væntanlega skoða tillögur SA. „Við getum sagt að það sé pattstaða í augnablikinu,“ segir Vilmundur. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að menn haldi áfram að tala saman. Annars verði engir kjarasamningar. Nauðsynlegt sé að fyrir liggi í hvaða umhverfi sjávarútvegurinn eigi að starfa áður en hægt verði að skrifa undir nýja samninga.

Aðspurðir hvort frekari fundir séu fyrirhugaðri segir Vilmundur að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert