Segir ríkisstjórnina standa atvinnulífinu fyrir þrifum

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Rax / Ragnar Axelsson

„Mér finnst ótrú­legt að lesa menn sem vilja láta taka mark á sér í viðskipta­líf­inu lýsa yfir því að hjól­in fari að snú­ast ef Ices­a­ve III hlýt­ur samþykki þjóðar­inn­ar. Við öll­um blas­ir að þetta er arg­asta blekk­ing. Rík­is­stjórn­in og stefna henn­ar eða rétt­ara sagt stefnu­leysi stend­ur í vegi fyr­ir því að efna­hag­ur og at­vinnu­líf dafni,“ seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, á heimasíðu sinni í kvöld. Hann seg­ir að vís­asti veg­ur­inn til þess að lengja þann tíma sem nú­ver­andi rík­is­stjórn sitji sé að samþykkja lög­in um Ices­a­ve-samn­ing­ana.

„Með því að segja já við Ices­a­ve er löpp­un­um ekki aðeins kippt und­an heil­brigðri banka­starf­semi og ábyrgð banka­stjórn­enda gerð að engu held­ur einnig lagður steinn í götu fram­fara með opn­um og heil­brigðum stjórn­ar­hátt­um,“ seg­ir Björn.

Heimasíða Björns Bjarna­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert