Engin svör um kostnað fyrr en eftir kosningar

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

„Það duttu nokkrar fyrirspurnir út síðast vegna þess að dagskráin raskaðist. Ég var tilbúinn, en hefði að vísu ekki getað veitt nema almenn svör þá. En ég hefði getað veitt þær upplýsingar sem við höfðum í höndum.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, spurður um ástæðu þess að svar hans við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, um kostnað vegna Icesave-samninganefndarinnar var fellt út af dagskrá þingsins síðastliðinn mánudag.

Björn lagði fyrirspurn sína fram þann 24. febrúar síðastliðinn, en Morgunblaðið hafði óskað eftir upplýsingunum þremur dögum áður. Svarið er næst á dagskrá þingsins þann 11. apríl næstkomandi, tveimur dögum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina.

Steingrímur sagði það sjálfsagða kurteisi við fyrirspyrjanda, Björn Val, og Alþingi að svarið kæmi fyrst fram þar. Hann myndi því ekki gefa upp þær upplýsingar sem hann kvaðst hafa haft reiðubúnar á mánudaginn. Hann segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun stjórnvalda að fresta birtingunni fram yfir kosningar.

Skotið til úrskurðarnefndar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka