Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ

Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem eru samtök einstaklinga sem eru andvígir Icesave-kröfum Breta og Hollendinga, gerir athugasemdir við málflutning forystu ASÍ í Icesave-málinu.

„Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér fréttabréf dagsett 31. marz 2011, þar sem fjallað er um Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Í upphafi bréfs er fullyrt að Icesave-málið sé flókið og því lofað að ASÍ forustan ætli að útskýra meginatriði þess á „einfaldan og hlutlægan hátt“. Að mati Samstöðu þjóðar gegn Icesave er Icesave-málið ekki flókið, heldur er það einfalt ef menn leyfa sér að hafa í huga hagsmuni almennings á Íslandi.

Jafnframt er vafasamt að staðhæfa, að sú umfjöllun sem ASÍ býður lesendum sínum sé til einföldunar, né heldur verður sagt að umfjöllunin sé hlutlæg,“ segir í tilkynningu frá Samstöðu þjóðar gegn Icesave.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka