Þingað um ofvirkni og athyglisbrest

Frá málþinginu.
Frá málþinginu. mbl.is/hag

Nú er að ljúka málþingi um heildræna nálgun í vinnu með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD, e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) þar sem til umfjöllunar var hvernig ná má stjórn á ADHD án lyfja. Markmið málþingsins var að vekja fólk til vitundar um fleiri lausnir á ADHD en lyfjagjöf. Íslendingar eiga heimsmet í notkun ADHD-lyfja og hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst yfir áhyggjum sínum af þessu við hérlend heilbrigðisyfirvöld.

Á þinginu var meðal annars fjallað um rannsóknir á því hvaða árangri megi ná í viðureign við ADHD með breytingum á mataræði, hvernig vinna ætti með börnum sem þjást af ADHD í skólum, hvernig mætti finna lausnir fyrir og um sjálfsmynd fólks með ADHD. Einnig fóru fram almennar umræður um ofvirkni og athyglisbrest.

Meðal þeirra sem höfðu framsögu voru Anne Catherine Færgemann, klínískur næringarfræðingur; Hallgrímur Magnússon, svæfingalæknir og Ása Sigurlaug Harðardóttir, heilsuráðgjafi. Málþingið fór fram í JL-húsinu við Hringbraut og hófst klukkan níu.

Félagið Lifðu Lífinu stóð fyrir þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert