Boðaðir á fund sjávarútvegsráðherra

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri komu …
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri komu af fundi ráðherra fyrir helgi. mbl.is/Kristinn

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og embættismenn úr stjórnarráðinu hafa í dag farið yfir drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð nýrra kjarasamninga. Þeir eru enn að.

Vonast er til að þessari vinnu ljúki í dag. ASÍ og SA leggja áherslu á að fá skýrari ákvæði í yfirlýsinguna, meðal annars um atvinnumál og lífeyrismál. Samtök atvinnulífsins leggja einnig áherslu á að óvissu um sjávarútvegsmálin verði eytt.

Sjávarútvegsráðherra hefur boðað forystumenn Samtaka atvinnulífsins á sinn fund á eftir en SA kynnti fyrir ráðherranum í fyrradag tillögu til málamiðlunar í sjávarútvegsmálum. Þar er gert ráð fyrir tiltekinni útfærslu á samningaleið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert