Flugsveit kanadíska flughersins er væntanleg til Keflavíkurflugvallar undir kvöld. Með því hefst á ný loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland.
Alls munu um 160
liðsmenn kanadíska flughersins taka þátt í loftrýmisgæslunni og koma þeir til landsins
með fjórar F18 orrustuþotur, auk eldsneytisflugvélar. Er þetta í fyrsta skipti sem Kanadamenn annast gæsluna.
Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 6. til 9. apríl, að því fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.
Starfsmenn íslenska loftvarnakerfisins bættust tímabundið í hóp starfsmanna Landhelgisgæslunnar um síðustu áramót, þegar Varnarmálastofnun var lögð niður. Er þetta því í fyrsta skipti sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með lofrýmisgæslu.