Litlar breytingar á fylgi flokka

Stuðningur við flokkana hefur lítið breyst.
Stuðningur við flokkana hefur lítið breyst. mbl.is/Golli

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups er lítil breyting á milli mánaða á fylgi stjórnmálaflokkanna. Nánast jafn margir styðja Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Fram kemur að Gallup hafi spurt rösklega 4.900 manns á landinu öllu um stuðning við flokka og ríkisstjórn.

35,8% styðja Sjálfstæðisflokkinn sem sé nánast sama fylgi og í febrúar, en 12 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Samfylkingin sé með 22,4%, hafi verið með 30% þegar kosið var. VG er með 16,9% fylgi, hafi verið með 22% atkvæða í kosningum. Þá sé Framsókn með 13,6% fylgi, nánast það sama og í febrúar en aðeins minna en þegar kosið hafi verið síðast. Fylgi Hreyfingarinnar mælist 4,9%.

Þá segir að stuðningur við ríkisstjórnina dali um tvö prósentustig milli mánaða. Hún njóti nú stuðnings 35% kjósenda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert