Lögregla lokaði veitingastað

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað á Grensásvegi laust eftir miðnætti í nótt en þar hafði fólki sem ekki hefur aldur inngöngu á vínveitingastaði verið hleypt inn auk þess sem dyraverðir höfðu ekki tilskilin réttindi. Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af staðnum en ekki er gripið til lokunar fyrr en gefin hefur verið viðvörun.

Einnig voru gerðar athugasemdir við aldur gesta á ballskákstofu í Faxafeni en ekki var gripið til lokunnar. Að sögn lögreglumanns er mikið um það í Reykjavík að veitinga- og öldurhús hleypi inn of ungu fólki.

Þrír gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu. Einn hafði leitað þar gistingar vegna mikillar ölvunar sinnar. Annar var handtekinn fyrir vörslu fíkniefna og sá þriðji fyrir að vera með hníf inni á veitingastað.

Heilt yfir var nóttin róleg á höfuðborgarsvæðinu miðað við aðfaranótt sunnudags. 

Í Vestmannaeyjum var framin ein minniháttar líkamsárás í nótt. Einn gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar á almannafæri. Mjög rólegt var hjá lögreglunni á Egilsstöðum í nótt þrátt fyrir að þar í bæ hefði verið slegið upp dansleik í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert