Dóra Sif Tynes, lögmaður og fulltrúi Áfram hreyfingarinna, segir áhættuna, sem felst í svokallaðri dómstólaleið í Icesave málinu, snúast um hundruð milljarða króna.
Á fundi Viðskiptaráðs um Icesave samninginn, sagði hún að í samningnum væri kveðið á um að íslenski tryggingasjóðurinn muni greiða lágmarkstryggingu, sem hljóði upp á um 600 milljarða króna. Heildarfjárhæð Icesave innstæðna var hins vegar um 1.100 milljarðar. Fari svo að Ísland tapi dómsmáli, sem byggt yrði á því að innstæðueigendum hafi verið mismunað, gæti Ísland þurft að greiða þá fjárhæð alla.