Feitur köttur veiði ferðamenn

Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði á ráðstefnu í dag, að unnt væri að laða marga erlenda ferðamenn að landinu í desember með því að sýna feitasta kött landsins sem jólakött í Húsdýragarðinum. 

Í fréttum Útvarpsins kom fram, að Jón lét ummælin falla á ráðstefnu um ferðamennsku, sem fyrirtækið Iceland Refund stóð að í morgun.

„Við myndum búa til helli Grýlu í Húsdýragarðinum og þar er jólakötturinn, einhver akfeitur Síams-köttur úr Breiðholtinu,“ hefur vefur RÚV eftir Jóni.

Þá sagði borgarstjóri, að hægt sé að laða að ferðamenn með því að vekja athygli á handritunum og nýta Höfða til friðarviðræðna fyrir til að mynda Ísrael og Palestínu. Þá standi til að Reykjavík verði svonefnd skjólborg, en það er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að bjóða ofsóttum landflótta rithöfundum hæli.

Vefur RÚV

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert