Margir ræða um Icesave á Facebook

Líflegar umræður eru á samskiptavefnum Facebook um Icesave-lögin, sem greidd verða atkvæði um í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag.

Meðal annars er að finna skoðanakönnun á Facebook-síðu mbl.is. Þar höfðu 2029 greitt atkvæði fyrir skömmu, 1371 sögðu nei og 409 já, 116 sögðust ekki kjósa og 133 sögðust ekki vita hvað þeir myndu kjósa.

Þá er að finna síður bæði þeirra, sem ætla að segja já og þeirra sem ætla að segja nei í kosningunni á laugardag.

9106 hafa skráð sig inn á nei-síðuna en 2469 hafa skráð sig á já-síðuna.

Facebook-síða mbl.is

Facebook-síða þeirra sem segja nei við Icesave.

Facebook-síðar þeirra sem segja já við Icesave.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert