Meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en reiknað var með

Héðinsfjarðagöng eru mikið notuð.
Héðinsfjarðagöng eru mikið notuð. mbl.is/Sigurður Ægisson

Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng í vetur hefur verið meiri en reiknað var með þegar göngin voru hönnuð. Meðalumferð í vetur hefur verið 382 bílar á sólarhring, samkvæmt tölum Vegagerðarinnar.

Þetta er ríflega það sem hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir varðandi meðalumferð alls ársins. Meðalumferð að vetri er að öllu jöfnu minni en meðalumferð ársins. Reiknað var með 350 bíla umferð á dag að meðaltali allt árið en miðað við spá fyrir árið má reikna með að umferðin gæti orðið 450 bílar árið 2011.

Umferð um Múlagöng jókst um 20% í nóvember og desember í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka