Ráðuneyti svari fyrst í þinginu

Björn Valur Gíslason með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG og …
Björn Valur Gíslason með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG og fjármálaráðherra. mbl.is/Skapti

„Ég tel rétt að ráðuneytið svari fyrirspurn minni með hefðbundnum hætti, þ.e. í þinginu en ekki í fjölmiðlum.“

Þetta segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, í skriflegu svari til Morgunblaðsins við fyrirspurn um hvort það sé honum að meinalausu að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svari blaðinu á undan þinginu varðandi kostnað ríkisins vegna Icesave- samninganefndanna. Björn Valur svaraði blaðinu ekki símleiðis í gær.

Spurt var í tilefni orða fjármálaráðherra að það væri „sjálfsögð kurteisi“ við Björn og Alþingi að svar hans kæmi fyrst fram þar. Ráðherra hefur neitað bæði Morgunblaðinu og RÚV um svör um kostnað samninganefndanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert