Vegagerðin hefur um sex milljarða til nýframkvæmda á þessu ári. Hluti fjárins fer til verkefna sem þegar eru hafin, t.d. Suðurstrandarvegar, Vopnafjarðartengingar og Suðurlandsvegar. Fé til nýrra verka er 3,1 milljarður kr.
Þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar af verkefnum sem kynnt voru á útboðsþingi fyrir nokkru. Vegagerðin kynnti þar framkvæmdir þessa árs.
Meðal nýrra verkefna Vegagerðarinnar eru undirgöng við Grænás, Vestfjarðavegur um Skálanes, Hringvegur um Ystu Rjúkandi, bílaundirgöng við Straumsvík og ýmis verkefni til að bæta umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu.
Þá má telja Snæfellsnesveg um Haffjarðará, Vestfjarðaveg á kaflanum Eiði-Kjálkafjörður, Strandaveg um botn Steingrímsfjarðar, snjóflóðavarnir á Ólafsfjarðarvegi. Einnig verður lagt bundi slitlag á nokkra umferðarminni vegi.
Frétt Vegagerðarinnar með vísunum í kynningu á útboðsþingi