57% ætla að segja nei

56,8% kjós­enda ætla að segja nei við Ices­a­ve-samn­ingn­um í nýrri könn­un sem MMR gerði fyr­ir Stöð tvö. 43,2% svar­enda ætl­ar að segja já. Þetta er fyrsta skoðana­könn­un­in sem sýn­ir að fleiri séu á móti samn­ingn­um en styðja hann.

Könn­un­in var gerð dag­ana 4.-6. apríl. Svar­hlut­fall var rúm­lega 60%. Spurt var: Ef kosið yrði um nýj­ustu Ices­a­ve-lög­in í dag, hvort mynd­ir þú kjósa með eða á móti?

Sam­kvæmt könn­un­inni ætl­ar aðeins fjórðung­ur kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins að styðja samn­ing­ana en um 75% er á móti þeim. Þetta er ívið meiri andstaða við Ices­a­ve en hjá kjós­end­um Fram­sókn­ar­flokks. Flest­ir kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ætla að styðja Ices­a­ve, en kjós­end­ur VG er skipt­ir í af­stöðu til máls­ins.

Nokkr­ar kann­an­ir hafa verið gerðar á af­stöðu kjós­enda til Ices­a­ve-samn­ing­anna síðustu vik­urn­ar. Í þeim öll­um hafa fleiri sagt ætla að styðja samn­ing­ana en vera móti þeim.

Síðasta könn­un Capa­sent, sem gerði fyr­ir Áfram-sam­tök­in, sýndi að 55,3% þeirra sem tóku af­stöðu ætluðu að segja já, en 44,7% ætluðu að segja nei. Sú könn­un var gerð dag­ana 23.-30. mars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert