Hugrún Ósk Ágústsdóttir og eiginmaður hennar eiga fjögur börn á aldrinum hálfs árs til sextán ára. Tvö þeirra hafa fæðst heima. Í annað skiptið tók eiginmaðurinn á móti barninu en í hitt skiptið aðstoðaði hann ljósmóðurina.
Hugrún, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur, segir það hafa verið lítið mál að sannfæra fjölskyldu og vini um að fæða heima en hún hafi mætt fordómum meðal læknastéttarinnar.
Í Fyrstu Skrefunum í dag er sögð saga þeirra hjóna.