Formlegar viðræður hefjast í júní

Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins,  sagði í dag að hann reiknaði með að formlegar samningaviðræður um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hæfust í júní.

Rýnivinnu þar sem farið er yfir öll lög Íslands og ESB í 35 köflum er langt komin, en þessi vinna gengur út á að bera saman löggjöfina og skilgreina hvar þurfi að semja.

Füle sagði að þó að Ísland væri búið að taka upp mikið af löggjöf ESB með aðild sinni að EES þá væru „nokkur viðkvæm mál og áskoranir í köflum eins og um landbúnað, umhverfismál og sjávarútvegsmál“ sem þyrfti að takast á við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert