Fundur í kvöld eða fyrramálið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra

Stefnt er að fundi forystumanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í kvöld eða fyrramálið vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að embættismenn á vegum ríkisstjórnarinnar fari í dag yfir þær tillögur sem liggja fyrir og vinni úr þeim. Segist hann gera ráð fyrir að hann og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra muni svo hitta forsvarsmenn samtaka á vinnumarkaði í kvöld eða í fyrramálið.

Formaður og framkvæmdastjóri SA hafa lýst því yfir að endurskoða þurfi forsendur kjarasamninga ef Icesave-lögunum verður hafnað á laugardaginn. Spurður um þetta segir Steingrímur að allir viti að útkoman úr kosningunum hafi margvísleg áhrif og allir áskilji sér rétt til að skoða sína stöðu eftir helgina.

„En við höfum ekkert blandað þessu saman. Það ræðst þá bara af tímanum hvort menn ná þessu saman fyrir helgi, um helgina eða eftir hana. Það er ekki ætlunin af okkar hálfu að láta það trufla neitt. Við erum að vinna í yfirlýsingu okkar og skoða það sem frá þeim hefur komið,“ segir Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert