Seðlabankinn fimmtugur

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands fagnar því á morgun að þá verða 50 ár liðin frá því að bankinn hóf starfsemi sína. Sérstakur afmælisársfundur Seðlabankans verður í Íslensku óperunni kl. 16.30. Fundinum verður sjónvarpað á netinu.

Á fundinum flytja stutt ávörp þau Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Ennfremur verða á dagskrá stutt atriði sem tengjast sögu bankans og íslensks efnahagslífs síðustu 50 árin, tónlist og fleira.

Slóð að beinni útsendingu frá afmælisársfundi Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert