Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 40% fylgis samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Stöð tvö. Framsóknarflokkurinn bætir við sig miklu fylgi og mælist nú með 16% stuðning. Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og Hreyfingin með 4,7%.
602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. Miðað við þessa niðurstöðu eru ríkisstjórnarflokkarnir að tapa verulegu fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn og þó sérstaklega Framsóknarflokkurinn að auka fylgi sitt.