Til skammar að ekki hafi verið samið við kennara

Eiríkur Jónsson fráfarandi formaður Kennarasambandsins.
Eiríkur Jónsson fráfarandi formaður Kennarasambandsins. mbl.is

Eiríkur Jónsson, sem er að láta af starfi formanns Kennarasambands Íslands, segir að það sé viðsemjendum KÍ til skammar að þeir skuli ekki hafa gert nýja kjarasamninga við kennara, en kennarar hafa verið samningslausir í tvö ár.

Eiríkur skoraði á ríkið og sveitarfélögin að ganga til samninga við kennara um kaup og kjör. Eiríkur gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að sparnaði í skólakerfinu í Reykjavík og sagði dapurlegt hvernig staðið hefði verið að málum. Hann sagði fljótgert að rífa niður gott skólastarf en það gæti tekið langan tíma að byggja það upp að nýju. Eiríkur sagði að oft væru menn í að spara í menntakerfinu af meiri kappi en forsjá og sagði að niðurskurður í menntakerfinu væri hættulegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert