Umferð í Hvalfjarðargöngum minnkar

Munni Hvalfjarðarganganna.
Munni Hvalfjarðarganganna.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum var 15,2% minni í mars en í sama mánuði í fyrra. Fram kemur á vef Spalar, að þetta sé í samræmi við tölur Vegagerðarinnar um umferð á hringveginum. 

Spölur segir, að engin dæmi önnur séu um slíkan samdrátt í einum mánuði undir Hvalfirði frá því göngin voru opnuð 1998 en skýringarnar kunni að vera margar: slæmt veðurfar, hátt bensínverð, efnahagssamdráttur og misjöfn skipting páskaumferðar en páskarnir voru í byrjun apríl í fyrra og því hófst páskaumferðin í lok mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert