52% segjast ætla að segja nei

Frá kosningum um Icesave-lögin í fyrra.
Frá kosningum um Icesave-lögin í fyrra.

Naumur meirihluti þeirra, sem tóku afstöðu í könnun Capacent fyrir Ríkisútvarpið, eða 52%, segist ætla greiða atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. 48% ætla að samþykkja samninginn.

Fram kom í fréttum útvarpsins, að  21% aðspurðra tóku ekki afstöðu. Þar af sögðust 15% enn vera óviss, 2% sögðust ætla að skila auðu og 4% neituðu að svara. Vikmörk voru 3%.

Könnunin var gerð á tímabilinu frá 31. mars til 7.  apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert