54,8% ætla að segja nei

54,8% ætla að segja nei við Icesave-samningnum samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á afstöðu þjóðarinnar til samningsins. Þetta er svipuð niðurstaða og kom fram í könnun sem MMR gerði og Stöð tvö birti í gærkvöldi.

Samkvæmt könnuninni ætla 54,8% af þeim sem tóku afstöðu að segja nei og 45,2% að segja já. 24% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn.

800 manns voru spurð dagana 5. og 6. apríl. Spurningin var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi?

Einnig var spurt hversu líklegt fólk væri til að taka þátt í kosningunni og sögðust 72,1% telja líklegt að þau myndu kjósa.

Samkvæmt niðurstöður könnunar MMR sem Stöð tvö birti í gærkvöldi ætla 56,8% kjósenda að segja nei við Icesave-samningnum. 43,2% svarenda ætla að segja já.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert