Áfram áhætta með já-i

Margir hlýddu á mál stjórnmálaleiðtoganna í dag.
Margir hlýddu á mál stjórnmálaleiðtoganna í dag. mbl.is/Kristinn

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir eina helstu ástæðu þess að hann ætli að segja nei í atkvæðagreiðslunni á laugardag þá að Íslendingar muni einir bera alla efnahagslega áhættu af samningunum ef illa fer. Gangi verstu spár eftir gæti það tjón hlaupið á tugum milljarða, allt upp í 200 milljarða.

„Við munum bera áhættuna á gengisþróun, við munum bera áhættuna á útgreiðslum úr búinu. Mun henni seinka eða verður hún minni en áætlað er? Að koma hér upp og segja við kjósendur að í mesta lagi muni íslenskir skattborgarar greiða 30 milljarða er allt of mikil einföldun að mínu mati í svo alvarlegu máli,“ sagði Birkir Jón, á opnum fundi um Icesave sem fram fór í Háskóla Íslands í hádeginu. Hann sagði að með því að segja já væri alls ekki verið að ljúka málinu, því áhættuþættirnir verði ennþá til staðar. 

Þá benti hann á að  skuldatryggingaálag ríkisins hefði lækkað eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar

„Og það bendir til þess að fjármálamarkaðirnir séu ekki eins uppteknir og við hér heima af þessu Icesave máli.“

Hann sagðist ekki telja að  Bretar og Hollendingar hefðu hagsmuni af því að fara í mál við Íslendinga, verði samningunum hafnað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert