Bankar styrkja Áfram

Aðstand­end­ur Advice-hóps­ins, sem tal­ar gegn því að Ices­a­ve-lög­in verði samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á laug­ar­dag­inn, segja enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort nöfn styrkt­araðila verði gef­in upp.

Frosti Sig­ur­jóns­son, einn meðlima hóps­ins, seg­ir það standa til að ræða þau sjón­ar­mið sem við eigi, meðal ann­ars um rétt styrkt­araðila til nafn­leynd­ar og rétt kjós­enda til þess að vita hverj­ir fjár­hags­leg­ir bak­hjarl­ar séu. Aðspurður seg­ir Frosti heild­ar­fjár­hæðina sem varið hafi verið í aug­lýs­ing­ar und­an­farið ekki liggja fyr­ir. Hann seg­ir þó að fram­lög hafi auk­ist til muna eft­ir að „há­karls-aug­lýs­ing­in“ um­talaða birt­ist í dag­blöðum fyr­ir helgi.

Örugg­ar heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að meðal styrkt­araðila Áfram-hóps­ins, sem hef­ur þá op­in­beru af­stöðu að far­sæl­ast sé að samþykkja Ices­a­ve-lög­in, séu Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF). Stjórn SFF samþykkti í síðustu viku að styrkja Áfram-hóp­inn um eina millj­ón króna, eft­ir að beiðni þar að lút­andi barst frá Áfram-hópn­um.

Stóru bank­arn­ir þrír, Lands­bank­inn, Íslands­banki og Ari­on banki halda utan um meiri­hluta at­kvæða í stjórn SFF. Eft­ir því sem næst verður kom­ist hafa for­svars­menn Advice ekki óskað eft­ir styrk frá SFF. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma jafn­framt að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Sam­tök iðnaðar­ins hafi styrkt Áfram um sömu upp­hæð og SFF.

Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, einn for­svars­manna Áfram-hóps­ins, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær ekki vilja tjá sig um styrki frá ein­stök­um lögaðilum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert