Lárus Jónsson, sem hefur áratuga reynslu af alþjóðlegri samningagerð, telur að Icesave-samningarnir við Breta og Hollendinga séu ekki lögmætir, þar sem handritaðir viðaukar á upphaflegum samningsdrögum séu ekki með áritun samninganefndarmanna Bretlands, Hollands og Íslands.
Í ítarlegri umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Lárus Blöndal, einn samninganefndarmanna Íslands, þetta vera ótímabærar vangaveltur, þar sem „það er enginn Icesave-samningur undirritaður og því er enginn samningur í gildi.“