„Í mínum huga er valið á laugardag mjög auðvelt, við eigum kost á því að ljúka þessu ólánsmáli með hagstæðu samkomulagi sem við vitum að er mjög vel viðráðanlegt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á opnum fundi um Icesave með forystufólki stjórnmálaflokkanna.
Í því samhengi nefndi Steingrímur að í samningnum bjóðist Íslendingum vaxtakjör sem séu helmingi lægri en þjóðir í kringum okkur þurfi að sætta sig við.
„Við erum komin í skjól, okkur miðar áfram og eigum kost á því að riðja enn einni hindrun úr vegi á hagstæðan hátt.“ Steingrímur sagði jafnframt að felstir væru sammála því að um sé að ræða úrslitatilraun, síðasta tækifæri til að ljúka málinu með samkomulagi.
Hann sagði að frá upphafi hefði það verið stefna Íslendinga að vera tilbúnir að ljúka malinu með samkomulagi, sem núna sé í boði á sanngjörnum nótum. Það yrði hinsvegar mikil breyting á málinu frá byrjun ef sá möguleiki að semja afskrifist á laugardaginn með nei-i.
Steingrímur vék einnig að orðum Bjarna Benediktssonar, sem velti því upp hvort fólk væri um leið að kjósa um traust á ríkisstjórnina á laugardag og sagðist ósammála því. „Icesave hverfur ekki með nei-i, en það hverfur ekki heldur þótt ríkisstjórnin fari,“ sagði Steingrímur.