Lögmanni hótað lífláti

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson.

Skjól­stæðing­ur hótaði lög­manni sín­um líf­láti í síðustu viku, að því er kem­ur fram í Frétta­tím­an­um. Formaður lög­manna­fé­lags­ins seg­ir við blaðið að fé­lagið líti þetta mjög al­var­leg­um aug­um.

Blaðið seg­ir, að Sveinn Andri Sveins­son hafi verið skipaður lögmaður manns, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi, grunaður um að hafa beitt 7 ára gaml­an son sinn kyn­ferðis­legu of­beldi.

Þegar Sveinn Andri til­kynnti mann­in­um um helg­ina  að yf­ir­heyrsl­um yfir hon­um hefði verið frestað brást maður­inn reiður við og hótaði að drepa lög­mann­inn þegar hann losnaði úr fang­elsi.

Fram kem­ur að Sveinn Andri hafi til­kynnt lög­reglu um hót­un­ina og síðan sagt sig frá mál­inu. Sveinn Andri seg­ist í sam­tali við blaðið ekki vilja tjá sig um þetta mál.

Haft er eft­ir Brynj­ari Ní­els­syni, for­manni Lög­manna­fé­lags Íslands, að ekki hafi komið upp mál áður þar sem lög­manni er hótað líf­láti og þetta valdi því áhyggj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert