Lögmanni hótað lífláti

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson.

Skjólstæðingur hótaði lögmanni sínum lífláti í síðustu viku, að því er kemur fram í Fréttatímanum. Formaður lögmannafélagsins segir við blaðið að félagið líti þetta mjög alvarlegum augum.

Blaðið segir, að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður lögmaður manns, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa beitt 7 ára gamlan son sinn kynferðislegu ofbeldi.

Þegar Sveinn Andri tilkynnti manninum um helgina  að yfirheyrslum yfir honum hefði verið frestað brást maðurinn reiður við og hótaði að drepa lögmanninn þegar hann losnaði úr fangelsi.

Fram kemur að Sveinn Andri hafi tilkynnt lögreglu um hótunina og síðan sagt sig frá málinu. Sveinn Andri segist í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um þetta mál.

Haft er eftir Brynjari Níelssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, að ekki hafi komið upp mál áður þar sem lögmanni er hótað lífláti og þetta valdi því áhyggjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert