Menn verða að hafa kjark

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á fundinum í dag.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn

„Ég er sam­mála þeim sem halda því fram að þeim mun leng­ur sem málið er óleyst þeim mun dýr­ara og skaðlegra verður það fyr­ir ís­lenska þjóð,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra á opn­um fundi um Ices­a­ve, sem nú stend­ur yfir í Há­skóla Íslands. með for­ystu­flokki stjórn­mála­flokk­anna.

„Menn verða að harfa kjark til að horf­ast í augu við þær efna­hags­legu af­leiðing­ar sem blasa við ef ekki tekst að ljúka Ices­a­ve deil­unni með sátt nú um helg­ina," sagði Jó­hanna. 

Hún sagði að málið snú­ist ekki um rík­is­stjórn­ina, ekki um ein­staka flokka, ESB eða EES, at­kvæðagreiðslan snú­ist um lífs­kjör á Íslandi og hversu hratt þjóðin vinni sig út úr krepp­unni.

„Lausn deil­unn­ar skipt­ir sam­fé­lagið gríðarlegu máli,“ sagði Jó­hanna. „Þá fyrst get­ur rík­is­sjóður sótt sér fjár­mögn­un á er­lend­um vett­vangi. Þá fyrst get­ur Seðlabank­inn vænst þess að aflétta gjald­eyr­is­höft­um á eðli­leg­um hraða. Þá fyrst sjá menn fyr­ir end­ann á fjár­mögn­un Búðar­háls­virkj­unn­ar og þær 80 millj­arða fram­kvæmd­ir sem hanga á þeirri spýtu verði að veru­leika. Þá fyrsta geta sveit­ar­fé­lög, orku­fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki sem hyggja á fram­kvæmd­ir eða end­ur­fjármögn­un skulda vænst þess að úr ræt­ist. Þá fyrst geta menn vænst þess að hag­ur ís­lenskra fyr­ir­tækja og heim­ila fari að vænkast á ný. Um þetta kjós­um við í raun í at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve.“ Verði svarið nei muni láns­hæf­is­mat hins­veg­ar lækka og setja Ísland í rusl­flokk.

„Já er leiðin áfram,“ sagði Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert