Stofna menningarsjóð

Jóhannes Nordal, sem var seðlabankastjóri um áratugaskeið.
Jóhannes Nordal, sem var seðlabankastjóri um áratugaskeið.

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að stofna menningarsjóð til heiðurs Jóhannesi Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra,

Frá þessu greindi Már Guðmundsson á ársfundi bankans í dag, en Jóhannes steig á svið í Íslensku óperunni, þar sem ársfundur bankans er haldinn, áður en Már tilkynnti um nýja menningarsjóðurinn.

Jóhannes var seðlabankastjóri frá stofnun Seðlabanka Íslands árið 1961 til ársins 1993.

Seðlabankinn hefur nú veitt styrk úr Þjóðhátíðarsjóði í hinsta sinn. Enn mun Jóhanesar Nordal-styrkurinn verða veittur. Útfærsla styrksins verður ákveðin í samráði við menntamálaráðuneytið.

Ragnar Bjarnason söng afmælissönginn

Eftir að Már Guðmundsson hafði tilkynnt um nýjan menningarsjóð, steig söngvarinn ástsæli Ragnar Bjarnason fram og söng afmælisönginn fyrir Seðlabanka Íslands, sem er fimmtíu ára gamall um þessar mundir. Útvarpsmaðurinn Þorgeir Ástvaldsson lék undir á flygil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert