72% segja nei við Icesave

Heimasíða Icesave netbankans.
Heimasíða Icesave netbankans. Reuters

72% þeirra sem tekið hafa afstöðu í skoðanakönnun mbl.is á Facebook til Icesave-samningsins ætla að segja nei en 28% ætla að segja já.

Í kvöld höfðu 4.504 tekið þátt í könnuninni og af þeim höfðu 87% tekið afstöðu. Tekin er afstaða til spurningarinnar: Hvernig kýst þú í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 9. apríl?

Á Facebook er einnig að finna síður þeirra sem eru meðmæltir og á móti samningnum. Á síðunni "Nei við Icesave" höfðu 11.652 skráð sig í kvöld. Á Facebook síðu Áfram hópsins, sem ætlar að segja já, höfðu 3.320 skráð sig í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka