Augu umheimsins á Íslandi

Eva Joly segir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave bæði táknræna og mikilvæga …
Eva Joly segir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave bæði táknræna og mikilvæga fyrir Evrópu. mbl.is/Ernir

„Augu heims­ins hvíla nú á ís­lensku þjóðinni, sem hef­ur hingað til hafnað öll­um Ices­a­ve-kröf­um; kröf­um um að ganga í skil­yrðis­laus­ar ábyrgðir fyr­ir fjár­mála­geir­ann. Það er mín von að þessi já­kvæði bar­áttu­andi muni hafa yf­ir­hönd­ina í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.“

Þannig skrif­ar Eva Joly, þingmaður á Evr­ópuþing­inu og fv. ráðgjafi sér­staks sak­sókn­ara, í grein í Morg­un­blaðinu í dag í til­efni Ices­a­ve-kosn­ing­anna á morg­un.

„Kröf­urn­ar á Ísland eru gríðarlega háar í ljósi smæðar þjóðar­inn­ar. Ices­a­ve-skuld upp á 3,5 millj­arða punda er sam­svar­andi kröfu um að bresk­ir skatt­greiðend­ur greiddu 700 millj­arða punda. Þessi krafa er um­deild og ég tel hana hvíla á vafa­söm­um laga­grunni, svo vægt sé til orða tekið, að ekki sé minnst á hin siðferðilegu rök,“ skrif­ar Joly.

Hún held­ur áfram og bend­ir á að Írar, Grikk­ir og Portú­gal­ar og aðrar Evr­ópuþjóðir hafi verið „þvingaðar til þess að ganga í ótak­markaðar ábyrgðir allra lána sem stofnað var til af aðilum á markaði og þannig firrt bæði fjár­mála­stofn­an­ir og skulda­bréfa­eig­end­ur allri ábyrgð... Það er í þessu sam­hengi sem þjóðar­at­kvæðagreiðslan um Ices­a­ve er bæði tákn­ræn og mik­il­væg fyr­ir Evr­ópu og heim­inn all­an“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert