Blönduð leið í sjávarútvegi

Flokksþing Framsóknarflokksins 2011 var sett í dag.
Flokksþing Framsóknarflokksins 2011 var sett í dag. Rax / Ragnar Axelsson

Framsóknarflokkurinn hafnar uppboðs- og fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki, samkvæmt því sem kemur fram í drögum sjávarútvegsnefndar flokksins að ályktun um sjávarútvegsmál á flokksþingi 2011. 

Lagt er til að fara blandaða leið í stjórnun fiskveiða. Annars vegar byggða á grunni núverandi kerfis. Hins vegar á nýju  kerfi þar sem byggt verði á byggðarsjónarmiðum og öðrum aðgerðum sem stuðli að nýliðun í greininni.

„Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að ná sem víðtækastri sátt meðal þjóðarinnar, ólíkra pólitískri afla og hagsmunaaðila innan greinarinnar. Til að nauðsynleg sátt og stöðugleiki náist þarf að móta skýra stefnu til lengri tíma,“ segir í inngangi draganna.

Lagt er til að farin verði blönduð leið við stjórnun fiskveiða, annars vegar byggð á grunni aflahlutdeildar á skip og hins vegar úthlutun veiðileyfa sem taki mið af „sértækum byggðaaðgerðum, hvatningar til nýsköpunar og til þess að auðvelda aðgengi nýrra aðila að útgerð.“

Þá er talið nauðsynlegt að tryggja sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, m.a. með ákvæði í stjórnarskrá. 

Skýrsla Sjávarútvegsnefndar Framsóknarflokksins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka