Fylgi eykst við Sjálfstæðisflokk og VG

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin-grænt framboð bæta við sig fylgi en stuðningur við Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn dalar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 44% atkvæða en mældist 41,2% í könnun Fréttablaðsins 24. febrúar síðastliðinn. Samfylkingin fengi 24,8% nú en fékk 26% í könnuninni í febrúar. 

Fylgi VG mælist  17,7% en var 15,7% síðast. Framsóknarflokkurinn mælist nú með  9,4% en var með 11,7% í febrúar. 4,1% sögðust myndu kjósa Hreyfinguna en 3,6% sögðust styðja flokkinn í febrúar.

Um 55% þátttakenda tóku afstöðu til spurningar um stuðning við flokka  15% vera óviss, tæplega 18% sögðust myndu sitja heima eða skila auðu og um 11% prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. 

Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert