Hafa samúð með Íslandi

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég er búin að fara í fjölda viðtala og heyrt í mörgum. Ég hef rætt við hollenska blaðamenn og farið yfir málið og skynjað mikla samúð af þeirra hálfu,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.

„Ég hef líka skynjað það að undanförnu að umfjöllun erlendra fjölmiðla er á annan veg en fyrir síðasta samning - og þá einkum Icesave I. Eftir því sem fólk kynnir sér þetta betur að þá fer það að taka undir þá skoðun að ósanngjarnt sé að fólk greiði skuldir sem það efndi ekki til.“

Birgitta skorar á stuðningsmenn sína að fjölmenna á kjörstað.

„Ég hvet fólk til að mæta á kjörstað og nýta sér kosningarétt sinn. Sjálf fer ég nú varla að breyta því sem ég gerði í þingsalnum þannig að ég ætla að halda mig við nei-ið.“

Elly Blanksma, þingmaður Kristilegra demókrata í Hollandi, upplýsti í samtali …
Elly Blanksma, þingmaður Kristilegra demókrata í Hollandi, upplýsti í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að hollenska stjórnin hefði efasemdir um greiðslugetu Íslendinga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert