Kjörsókn nálgast 10%

Frá Laugardalshöll.
Frá Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir stundu höfðu 24.117 utankjörstaðaatkvæði borist vegna Icesave-kosningarinnar á morgun. Er þar af talið að um 1.500 atkvæði kunni að vera tvítalin. Þýðir það að um 22.600 hafa greitt atkvæði en alls eru um 232.539 á kjörskrá.

Aðsend atkvæði í Reykjavík eru komin í 2.531 en þar af bárust um 400 í dag og alls 2.999 atkvæði, um stundarfjórðungi fyrir klukkan 21.00 í kvöld.

Hafa því um hundrað færri mætt á kjörstað en í gær þegar 2.700 kjósendur mættu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert