Rúmlega 24 þúsund hafa kosið

Kosið verður í Ráðhúsinu í Reykjavík á morgun.
Kosið verður í Ráðhúsinu í Reykjavík á morgun. Árni Sæberg

Alls höfðu 24.409 greitt atkvæði utankjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þegar kjörstaðir lokuðu klukkan tíu í kvöld. Um 2900 manns kusu utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík í dag, en um fimmtán þúsund hafa kosið í Laugardalshöllinni.

Þessi kjörsókn þykir óvenju mikil og hafa margir kjósendur þurft að bíða í biðröð í Laugardalshöllinni. Kjörsókn er um tíu prósent en alls eru um 232.539 á kjörskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert