„Stærsti áfanginn í mínu lífi“

Sigurður Hjartarson við nýjasta safngripinn í Reðasafninu.
Sigurður Hjartarson við nýjasta safngripinn í Reðasafninu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Þetta er einn stærsti áfang­inn í mínu lífi og safn­ara­ævi,“ sagði Sig­urður Hjart­ar­son, for­stöðumaður Reðasafns­ins á Húsa­vík. Í dag bætt­ist í safnið reður af ís­lensk­um karl­manni og á þá safni reði af öll­um 46 teg­und­um ís­lenskra dýra og manna.

„Ég er bú­inn að safna í nærri 37 ár og þetta er eins kon­ar loka­hnykk­ur eða hápunkt­ur. Ég átti þetta ekki og þetta er 46. og síðasta ein­takið af spen­dýri á land­inu og í kring­um landið,“ sagði Sig­urður. „Þetta er eins kon­ar full­komn­un í bili.“

Sig­urður las gjafa­bréf Páls Ara­son­ar við at­höfn­ina í dag þegar grip­ur­inn sem Páll gaf var af­hjúpaður. Bréfið  var skrifað 1996. Þar var Pétri Pét­urs­syni lækni falið að sjá um af­hend­ing­una og gerði hann það með glæsi­brag, að sögn Sig­urðar.

Sig­urður kvaðst ekki vera hætt­ur að safna, því safn­ar­ar hætti því aldrei. Alltaf megi fá betri ein­tök. Hann nefndi t.d. að reður af ís­birni sem safnið á hafi verið úr­beinaður og því nokkuð tæt­ings­leg­ur. 

„Það má alltaf fá betri ein­tök og sum­ir mundu segja að það þyrfti að fá yngra ein­tak en af Páli [Ara­syni, sem ánafnaði safn­inu þess­um lík­ams­parti af sér]. Hann var nú orðinn 95 ára. Þetta er bara áfangi á löng­um ferli,“ sagði Sig­urður.

Hann sagði ekki ein­stakt að sjá getnaðarlimi manna á söfn­um, en það sé helst á lækna­söfn­um sem gjarn­an geymi af­brigðileg líf­færi. Sig­urður vissi þó ekki til að svona líf­færi sé ann­ars staðar á safni fyr­ir al­menn­ing.

Dýra­ríkið er að breyt­ast. Kald­sjáv­ar­hval­ir eru t.d. horfn­ir og hlý­sjáv­ar­hval­ir að koma á Íslands­mið. Safnið á t.d. sýni af ráka­höfr­ungi en tvö slík dýr hafa fund­ist hér. Sig­urður kvaðst bú­ast við að slík­um nýj­ung­um muni fjölga. 

Reðasafnið á Húsa­vík verður opnað 20. maí að venju. Nærri 440 þúsund gest­ir hafa heim­sótt safnið á tveim­ur og hálfu ári.

Heimasíða Reðasafns­ins á Húsa­vík

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert