Stálin stinn mætast yfir kvótamálum

Jóhanna Sigurðardóttir á fundi Samtaka atvinnulífsins í gær.
Jóhanna Sigurðardóttir á fundi Samtaka atvinnulífsins í gær. mbl.is/Ómar

Ljóst má vera af orðum forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, annars vegar og formanns Samtaka atvinnulífsins, Vilmundar Jósefssonar, hins vegar að breitt bil er á milli stjórnvalda og atvinnurekenda um sjávarútvegs- og kvótamál.

Vilmundur sagði í sínu erindi að nauðsynlegt væri að búið yrði að ná niðurstöðu í þessum málaflokkum áður en kjarasamningar yrðu undirritaðir. „Óljós áform stjórnvalda hafa þegar valdið miklu tjóni, ekki bara á fyrirtækjunum heldur einnig starfsfólki þeirra og fjölmörgum öðrum sem byggja afkomu sína á viðskiptum við sjávarútveg,“ sagði Vilmundur.

Jóhanna sagði aftur á móti í sínu ávarpi að á sumum sviðum hefði sér fundist kröfur aðila vinnumarkaðarins óbilgjarnar, þar á meðal varðandi stjórn fiskveiða.

Segir hún að þær kröfur feli í sér að stjórnvöld leysi í einni svipan ágreiningsefni sem þjóðin hafi glímt við um áratuga skeið.

Segir hún að útspil SA í þessu máli staðfesti að enn sé himinn og haf á milli stjórnvalda og LÍÚ í þessu máli og einnig það hve breitt bilið er.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert